Tuesday, March 9, 2010

Að lokinni ferð



Það voru lúnir ferðalangar sem komu sér fyrir í Icelandair vélinni á Charles de Gaulle flugvelli í gær um hádegisbil og flestir voru fljótir að sofna eftir að vélin fór af stað, þar með talin undirrituð.
Þetta var góð ferð til Parísar, við fórum mjög víða og dagskráin gekk upp að mestu. Það er auðvitað dálítill sprettur að fara svona í þriggja nátta ferð en þegar allt gengur upp er það í lagi.
Hópurinn var góður, nemendur úr mörgum bekkjum (alls fimm) náðu vel saman og það var mikil grínast og hlegið. Góða skapið réði ríkjum nánast allan tímann. Ég var ánægð með ferðafélagana og ferðina alla og held að mér sé óhætt að fullyrða að allir hafi upplifað eitthvað nýtt, framandi og óvænt á þessum þremur dögum í París. Vonandi langar alla nemendurna aftur til Parísar til að sjá og upplifa meira í þessari borg sem býður alltaf upp á eitthvað nýtt, í hvert sinn sem maður kemur þangað. Fyrir mig, sem hef komið nokkur oft til Parísar, er alltaf upplifun að koma til borgarinnar og í hvert sinn kynnist ég nýrri hlið á henni.
Á myndunum má sjá allan hópinn, annars vegar fyrir framan Notre-Dame kirkjuna á fyrsta degi ferðarinnar og hins vegar í Jardin des Plantes á öðrum degi (ásamt kennurunum tveimur).
Það verður gaman að fá ferðasöguna frá nemendunum sex sem urðu eftir til að eyða nokkrum viðbótardögum á meginlandinu, einn í London og fimm í París.
À la prochaine !
Jóhanna

Sunday, March 7, 2010

Sidasti dagurinn ad kveldi kominn

Jaeja, nu fer dvolinni her ad ljuka og vildu margir i hopnum fa ad vera adeins lengur (sumir verda reyndar nokkra daga i vidbot). Dagurinn var fallegur en kaldur. Thad var blar himinn og glampandi sol en vindurinn bles lika napurlega thannig ad okkur var stundum ansi kalt i dag. Thad kom tho ekki i veg fyrir ad vid nutum dagsins, saum margt og upplifdum margt skemmtilegt. Utsynid ur Eiffel-turninum var t.d. einstaklega fallegt og batsferdin a Signu var vel heppnud. Thad eru thvi anaegdir ferdalangar sem leggjast a koddann i kvold og fallegar myndir a minniskortunum sem verda syndar vid heimkomuna. Nu eru allir komnir i ro og a morgun tharf ad taka daginn nokkud snemma.
Godar kvedjur fra thessari fallegu borg.
Johanna

Saturday, March 6, 2010

Latinuhverfid og Montmartre

Thessi dagur er buinn ad vera vidburdarikur og nemendur bunir ad sja margt og mikid: Latinuhverfid undir leidsogn Kristinar Jonsdottur Parisardomu thar sem vid saum m.a. Pantheon, Cluny midaldagardinn, threngstu gotu Parisar (gata kattarins sem veidir fisk), Mouffetard gotu, storu moskuna og m.fl. Sidan tokum vid nedanjardarlest upp i Montmartre haedina thar sem margt bar fyrir augu lika, t.d. hus thar sem Renoir bjo, vinnustofu Picasso (ad utan), Bleika husid hans Utrillo og Sacre coeur kirkjuna. Krakkarnir kvortudu undan agengum gotusolum enda ekki audvelt ad losna fra theim. Nokkrir urdu evrum fataekari eftir thau samskipti og laerdu af reynslunni.
Morgundagurinn verdur tekinn snemma lika. Frekari frettir a morgun.
Godar stundir.
Johanna

Friday, March 5, 2010

Ad loknum fyrsta degi i Paris

Jaeja, nu er fyrsti dagurinn ad kveldi kominn og vid buin ad gera margt og mikid, t.d. skoda Notre-Dame og fara i Louvre safnid. Allir lunir en anaegdir med daginn. A morgun voknum vid kl. 8 og munum ganga mikid. Thad er dalitid vesen ad blogga a thessu taeki, laet thetta naegja ad sinni.

Thursday, March 4, 2010

Le premier blog (Fyrsta bloggið)

Eftir brösuga bloggbyrjun er hugmyndin að blogga núna næstu dagana. Þetta er blogg nemenda og kennara í Kvennaskólanum sem hafa fræðst um París síðan í janúarbyrjun. Fjöldi nemenda er 21 og kennarinn heitir Jóhanna Björk Guðjónsdóttir.

Parísarferð Kvenskælinga (FRA475 Parísaráfangi) hefst í fyrramálið, kl. 5 að morgni á BSÍ. Allir eiga þá að vera búnir að pakka niður a.m.k. vegabréfi, dálitlum farareyri, góðum skóm, handklæði, hlýjum fatnaði og síma með hleðslutæki. Góða skapið er líka nauðsynlegur passi til Parísar. Frönskukunnáttan er að sjálfsögðu með í för, allir hafa lofað að reyna að tala einungis frönsku og íslensku í ferðinni. Með í för er Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, frönskukennari í Kvennó og hlaupagarpur mikill en hún mun sjá um íþróttahliðina í ferðinni!

Við verðum á farfuglaheimilinu BVJ Paris Louvre í 1. hverfi (le premier arrondissement) þær þrjár nætur sem við gistum í París.

Dagskráin er þétt en ákaflega áhugaverð. Strax á morgun, föstudag, munum við skoða Notre-Dame kirkjuna og Louvre safnið en það er opið á föstudagskvöldum.

Við vonumst til að geta sett inn einhverjar myndir á meðan á ferðinni stendur.

À la prochaine !

Jóhanna Björk